Aflaverðmæti stendur í stað í 40% aflaaukningu

Deila:

Aflaverðmæti íslenskra skipa úr sjó nam 11,1 milljarði króna í október sem er 0,8% meira en í október 2016, samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands. Þessi samdráttur er athygliverður í ljósi þess að fiskafli í október síðastliðnum var 40% meiri en í sama mánuði árið áður. 40% aflaaukning skilar því aðeins 0,8% verðmætaaukningu og bendir það ótvírætt til lækkunar á verði fisks upp úr sjó. Verðlækkunin stafar annaðhvort af lækkun fiskverðs eða lægra vinnslustigi landað afla.

Verðmæti botnfiskaflans var um 7,8 milljarðar króna og dróst saman um 0,4%. Af botnfisktegundum var verðmæti þorskaflans rúmir 5,2 milljarðar sem er 2,8% minna en í sama mánuði ári fyrr. Aflaverðmæti uppsjávartegunda nam rúmum 2,6 milljörðum króna samanborið við 2,5 milljarða í október 2016 sem er 4,6% aukning. Verðmæti flatfiskafla var tæpar 477 milljónir króna sem er 8,4% minna en í október 2016. Verðmæti skelfiskafla jókst um rúm 44% á milli ára, nam 164 milljónum samanborið við 114 milljónir í október 2016.

Á 12 mánaða tímabili frá nóvember 2016 til október 2017 nam aflaverðmæti úr sjó tæpum 109,4 milljörðum króna, sem er 20,2% samdráttur miðað við sama tímabil ári fyrr.

Þegar afli og verðmæti hans er borið saman má sjá að 114.258 tonna afli, sem er 40% aukning, skilar aðeins 11,1 milljarði króna, sem er 8,8% vöxtur. Aflaaukningin í október síðastliðnum er fyrst og fremst í síld, um 27.000 tonn eða 83%. Engu að síður er verðmæti þessa afla aðeins 2,3 milljarðar króna sem er vöxtur um 16,5%. Sé uppsjávaraflinn tekin í heild var hann í október 68.771 tonn, sem er aukning um 30.000 tonn eða 83%. Verðmæti uppsjávaraflans varð 2,6 milljarðar króna, sem er aðeins aukning um 4,6%, langt undir aukningunni í magni. Skýringin á því er fyrst og fremst verðlækkun á afla upp úr sjó svo og samdráttur í makríl sem dýrari en hinar tegundirnar, en afli af þeim jókst.

Þegar litið er á botnfiskinn varð aflinn í október 42.519 tonn, sem er aukning um ríflega 2.100 tonn, eða 5%. Verðmæti þessa afla varð 7,8 milljarðar og dróst það saman um 0,4%. Þorskafli varð 27.177 tonn, sem er aukning um 1%. Engu að síður fellur verðmætið um 2,8%. Þar getur skýringin hvort tveggja verið lægra fiskverð almennt eða lægra hlutfalli landað frystu. Svipaða sögu er að segja um aðrar tegundir. Aukin verðmæti fylgja ekki auknu magni nema að litlu leyti.

Verðmæti afla 2016–2017
Milljónir króna Október Nóvember-október
  2016 2017 % 2015–2016 2016–2017 %
             
Verðmæti alls 11.010,4 11.098,6 0,8 137.053,2 109.377,5 -20,2
             
Botnfiskur 7.849,6 7.815,0 -0,4 96.078,7 74.488,8 -22,5
Þorskur 5.362,7 5.211,2 -2,8 59.724,7 48.020,1 -19,6
Ýsa 872,4 830,1 -4,8 9.856,5 7.738,4 -21,5
Ufsi 515,2 451,1 -12,4 8.740,1 5.887,4 -32,6
Karfi 810,8 1.011,3 24,7 11.585,0 8.614,8 -25,6
Úthafskarfi 0,0 0,0 597,4 333,3 -44,2
Annar botnfiskur 288,5 311,3 7,9 5.574,9 3.895,0 -30,1
Flatfisksafli 520,5 476,9 -8,4 9.581,1 7.530,7 -21,4
Uppsjávarafli 2.526,4 2.642,6 4,6 27.789,2 24.946,4 -10,2
Síld 1.968,7 2.291,9 16,4 6.427,6 5.908,8 -8,1
Loðna 0,0 0,0 4.947,9 6.709,4 35,6
Kolmunni 32,2 130,6 305,9 5.513,3 3.811,0 -30,9
Makríll 525,5 220,1 -58,1 10.900,2 8.517,1 -21,9
Annar uppsjávarafli 0,0 0,0 0,1 0,0 -43,9
Skel- og krabbadýraafli 113,9 164,1 44,1 3.604,3 2.411,6 -33,1
Humar 11,9 41,2 246,1 898,1 834,4 -7,1
Rækja 54,7 55,0 0,5 2.318,3 1.226,9 -47,1
Annar skel- og krabbadýrafli 47,3 67,9 43,5 387,9 350,3 -9,7
Annar afli 0,0 0,0 0,0 0,0

 

 

Deila: