Sólberg og Örfirisey með mestan kvóta í Barentshafi

Deila:

Fimm skip eru nú að veiðum innan lögsögu Norðmanna í Barentshafi. Svo að segja allar aflaheimildir okkar á þessum slóðum hafa verið fluttar yfir á þessi skip. 12 skip hafa fengið úthlutað aflaheimilum innan norsku lögsögunnar sem nema samtals 5.456 tonnum auk 30% meðafla í öðrum tegundum.

Skipin sem eru í Barentshafinu nú eru Sólberg ÓF, sem er með 1.428 tonna kvóta, Örfirisey RE með 1.423 tonn, Blængur NK með 1.082 tonn, Sólborg RE með 871 tonn og Arnar HU með631 tonn. Auk þessara skipa er Frosti ÞH með 31 tonna kvóta þarna uppfrá, sem væntanlega á eftir að flytja yfir á annað skip.

Fiskistofa hefur ekki gefið út kvóta innan lögsögu Rússa að svo komnu, en þar ætti heildarkvótinn að vera svipaður í inn norsku lögsögunnar, nýti útgerðirnar rétt sinn til leigu aflaheimilda.

Deila: