„Hafsjór af hugmyndum“

Deila:

Markmiðið með „Hafsjó af hugmyndum“ er að styrkja lokaverkefni sem skapa aukin verðmæti úr sjávarauðlindinni samhliða eflingu atvinnulífs á Vestfjörðum. Um er að ræða nýsköpunarstyrki til háskólanema við gerð lokaverkefna í mastersnámi.

Hafsjór af hugmyndum er styrkt af Sjávarútvegsklasa Vestfjarða en styrkurinn er margþættur.

  • Fjárhagslegur
  • Miðlun upplýsinga og reynslu frá sjávarútvegsfyrirtækjunum
  • Útvega hráefni þegar við á.
  • Útvega aðstöðu þegar við á.
  • Skapar tengsl milli háskólanema og atvinnulífsins.

Styrkjunum er ætlað að gefa nemendum spennandi innsýn í ný verkefni í vestfirskum sjávarútvegi og sjávarsamfélögunum á Vestfjörðum.

Þetta er þriðja árið sem styrkirnir eru veittir og unnin hafa verið verkefni um; hvernig við getum tengt saman erlenda og innlenda foreldra til að bæta stöðu barna í sjávarþorpum, klasa og samkeppni, örplast í makríl, framleiðslu á Kambucha tei með þörungum, nota þörunga til að hreinsa frárennslisvatn, vinnsla á kítósan úr rækjuskel, vernda villt dýralíf, plast í umhverfinu og loðnu og að lokum hraðferja með flutninga frá Vestfjörðum á höfðuborgarsvæðið.

Í ár verða valin 3-7 lokaverkefni og hægt er að sækja um styrk á bilinu 250.000-750.000 kr eftir verkefnum. Skilafrestur er 1. júní 2022.
Frétt af bb.is

Deila: