Strandveiðar og veiðiskylda

Deila:

Senn líður að strandveiðum og opnað verður fyrir umsóknir um strandveiðar í næstu viku. Fiskistofa beinir því til útgerða sem eiga skip sem fengu úthlutað aflamarki á fiskveiðiárinu að huga að því hvort veiðiskylda hafi verið uppfyllt, þ.e. að skipið hafi veitt 50% í það minnsta af úthlutuðu aflamarki.   Strandveiðiafli telur ekki upp í veiðiskyldu og  óheimilt er að stunda veiðar samkvæmt öðrum leyfum á meðan strandveiðileyfi er í gildi. Það er því mjög mikilvægt að útgerðaraðilar sé meðvitaðir um stöðu veiðiskyldunnar áður en haldið er til strandveiða.

Deila: