Leggur til óbreyttan afla af rækju við Snæfellsnes

Deila:

Hafrannsóknastofnun ráðleggur til í samræmi við varúðarsjónarmið að rækjuafli á svæðinu við Snæfellsnes frá 1. maí 2022 til 15. mars 2023 verði ekki meiri en 393 tonn.

Engar nýjar upplýsingar liggja fyrir um stofnstærð rækju við Snæfellsnes þar sem ekki voru farnir stofnmælingaleiðangrar árin 2021 og 2022. Því er ekki hægt að uppfæra ráðgjöfina og er ráðgjöfin í ár því sú sama og fyrir síðasta fiskveiðiár.

Deila: