Nökkvi ÁR með mestan afla á strandveiðum

Deila:

Alls hafa 547 bátar landað afla á strandveiðum fyrstu 12 daga tímabilsins.  Flestir róa bátarnir á svæði A, en þar þeim fjölgað um 52, sem 23% fjölgun milli ára.  Að sama skapi hefur bátum fækkað um 44 á svæði D. Þar eru nú um þriðjungi færri en þar réru á fyrstu 12 dögum síðasta árs. Á svæðum B og C hefur bátum fjölgað um 14 samanlagt.

Nökkvi ÁR á svæði D er kominn með mestan afla 10.571 kg.  Á svæði A er Grímur AK í forystusætinu með 9.563 kg, á svæði B er Ásdís ÓF 9 með 6.145 kg og á svæði C Máney SU 14 með 7.044 kg.

Deila: