Til hamingju með daginn sjómenn

Deila:

Sjómannadagurinn er haldinn hátíðlegur í útgerðarbæjum landsins í dag, en margir tóku reyndar forskot á sæluna og byrjuðum hátíðahöldin Í Grindavík til dæmis á föstudag.

Öll íslensk fiskiskip verða að vera í höfn þennan hátíðisdag sjómanna og fjölskyldna þeirra.  Við miðbakkann í Grindavík liggja Páll Jónsson, Jóhanna Gísladóttir, Sturla, Vörður og Áskell, öll fánum prýdd og við endann á bryggjunni er svo línuskipið Valdimar.

Deila: