Hákarl „heilsaði“ upp á strandveiðimann

Deila:

Stefáni Sveinssyni sjómanni á Skagaströnd brá í brún er hann var við veiðar norður af Íslandi, á Hornbanka, þegar risastór hákarl kom upp að bátnum.

Stefán var við strandveiðar á Hrund HU og grunar að hákarlinn hafi fundið lykt eða bragð af síld sem hrundi út úr fisknum sem hann var að veiða. „Hann var vinalegur og forvitinn,“ segir Stefán í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins.

Aðspurður um viðbrögð sín segir Stefán að sér hafi brugðið í fyrstu. „Hákarlinn var í stærri kantinum, allt að 10 metra langur, svipað langur og báturinn,“ segir Stefán þegar fréttamaður bað hann að giska á stærð dýrsins.

Stefán segir ekki algengt að rekast á svona stóran hákarl en sagði þetta vera hinn dæmigerða grænlandshákarl.

 

Deila: