Meri kom með Gretti til Færeyja

Deila:

Flutningaskipið Meri kom í byrjun vikunnar með gámakranann Grett til Þórshafnar í Færeyjum. Grettir þjónaði áður starfsemi Eimskips við Sundahöfn. Það er Faroe Ship sem verður með kranann í sinni þjónustu.

Kraninn er af gerðinni Gottwald og getur lyft allt að 125 tonnum. Fyrir í höfninni í Þórshöfn eru kranarnir Greppur og Grípur, sem geta lyft allt að 100 og 110 tonnum. Þessi krani er þáttur í umhverfisstefnu Faroe Ship, því hann getur gengið fyrir rafmagni.

 

 

Deila: