VSV, Okada Susian og Stefán Haukur sendiherra kynna sjávarafurðir í Japan

Deila:

Risastór sjávarútvegssýning stendur nú yfir í Tokyo í Japan, sú 24. í röðinni. Þar er að vonum margt um manninn meðal sýnenda og gesta. Vinnslustöðin og Okada Susian, fyrirtækið sem VSV er meðeigandi í, taka að sjálfsögðu þátt í sýningunni og þá átti aldeilis vel við að sendiherra Íslands í Japan, Eyjapeyinn Stefán Haukur Jóhannesson, væri viðstaddur opnunarathöfnina!

Á sýningunni, sem ber enska heitið The Japan International Seafood & Technology Expo, er kynnt allt sem nöfnum tjáir að nefna af japönskum og innfluttum sjávarafurðum. Þar er líka kynnt tækni og frumkvöðlastarf í framleiðslu sjávarfangs af öllu mögulegu tagi. Fljótlegra væri líklega að telja upp það sem ekki er sýnt þarna.

  • Standandi til vinstri á myndinni eru Yohei Kitayama, sölustjóri Vinnslustöðvarinnar í Japan, og Stefán Haukur sendiherra í Tokyo.

 

Deila: