Færeyjar og Noregur semja um aðgang fyrir makrílveiðar

Deila:

Færeyjar og Noregur hafa samið um gagnkvæman aðgang þjóðanna að lögsögu hvorrar annarrar. Samkomulagið tekur gildi í dag. Samkvæmt því mega skipa frá hvorri þjóð fyrir sig sækja 10.000 tonn af makríl af eigin kvóta í lögsögu hvors annars það sem eftir lifir af árinu.

Einnig var samkomulag um að makríl sem veiðist samkvæmt því megi landa  hvort sem er í Færeyjum eð Noregi. Það verður þó skilyrði, að makríll sem fer á markað skuli fara í gegnum sölukerfi Síldarsamlags Noregs,  Norges Sildesalgslag.

 

Deila: