Eyjaskipin lönduðu í gær

Deila:

Eyjaskipin, Vestmannaey og Bergur, komu bæði til löndunar í Vestmannaeyjum í gær. Vestmannaey landaði nálega fullfermi og var aflinn mestmegnis þorskur, ýsa og ufsi. Aflinn fékkst í níu holum á Mýragrunni, Öræfagrunni, Síðugrunni og Vík. Mun Vestmannaey halda á ný til veiða síðdegis í dag.

Bergur landaði 35 tonnum af djúpkarfa sem fékkst í Skerjadýpinu og Grindavíkurdýpinu. Að löndun lokinni hélt Bergur til Hafnarfjarðar þar sem farið verður í vélaupptekt. Gert er ráð fyrir að skipið verði frá veiðum í um þrjár vikur.

Frá þessu er grerint á heimasíðu Síldarvinnslunnar
Vestmannaey VE á leið löndunar í gær. Bjarnarey í baksýn. Ljósm. Björn Steinbekk

 

 

Deila: