Eldissvæðið Foss Hjá Arnarlaxi hlýtur ASC vottun

Deila:

Arnarlax hefur hlotið vottunina Aquaculture Stewardship Certification (ASC) fyrir eldisstöð sína Foss í Arnarfirði. ASC er ein strangasta umhverfisvottun í fiskeldi í heiminum og var þróuð í samvinnu fiskeldisiðnaðarins og World Wildlife Fund for Nature (WWF).

Með ASC vottuninni skuldbindur eldisstöðin sig til að draga úr áhrifum á vistkerfi á staðnum á ýmsan hátt, oft umfram það sem lög og reglur kveða á um.

Silja Baldvinsdóttir, gæðastjóri Arnarlax: „Það er mikil viðurkenning fyrir Arnarlax að hljóta þessa vottun fyrir eldisstöðina okkar í Fossfirði í Arnarfirði enda ströng skilyrði sem þarf að uppfylla. Nú eru öll virk eldissvæði okkar ASC vottuð og leggjum við mikla áherslu á að starfsemi stöðvanna hafi sem minnst áhrif á náttúruna og lífríkið í kring. Því veitir ASC-vottunin okkur mikla hvatningu í áframhaldandi framfaravinnu í sátt við umhverfi og samfélag.“

Deila: