Sendiherra Bandaríkjanna heimsækir Gæsluna

Deila:

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, tók á móti Carrin F. Patman, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi í höfuðstöðvum Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð á þriðjudag. Patman kynnti sér starfsemi stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar, sjómælinga, séraðgerðasveitar og flugdeildar.

Með Patman í för var einnig Jason A. Neal, hermálafulltrúi bandaríska sendiráðsins. Heimsóknin endaði um borð í varðskipinu Þór þar sem Páll Geirdal, skipherra, sýndi sendiherranum skipið og búnað þess.

 

Deila: