Venus með mestan loðnukvóta

Deila:

Fiskistofa hefur úthlutað loðnukvóta til íslenskra fiskiskipa á grundvelli ráðleggingar fiskifræðinga um 218.400 tonna hámarksafla á komandi vertíð. Í hlut íslensku skipanna koma 131.826 tonn af heildinni, en hitt fer til Norðmanna og Færeyinga, auk þess sem íslenska ríkið tekur til sín 5,3% af hlut Íslands.

21 skip fá úthlutað veiðiheimildum. Fimm skip fá 10.000 tonna kvóta eða meira. Mestan kvóta fær Venus NS, 12.310 tonn. Næstu skip eru Vilhelm Þorseinsson EA með 12.121 tonn, Heimaey VE með 11.205 tonn, Beitir NK með 10.546 tonn og Börkur NK með 10.535 tonn.

Deila: