Ný reglugerð um umhverfissjóð sjókvíaeldis

Deila:

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð um Umhverfissjóð sjókvíaeldis, en sjóðurinn starfar samkvæmt lögum nr. 71/2008 um fiskeldi. Með setningu reglugerðarinnar er stjórnsýsla sjóðsins styrkt og gagnsæi ákvarðana við úthlutanir úr honum aukið.

Markmið sjóðsins er að lágmarka umhverfisáhrif sjókvíaeldis og er hann fjármagnaður með árgjaldi sem innheimt er af rekstrarleyfishöfum sjókvíaeldis. Sjóðurinn hefur vaxið á undanförnum árum og námu úthlutanir úr honum 228 milljónum á árinu 2018 samanborið við 87 milljónir króna á árinu 2017.

 

 

Deila: