Kristján Þórarinsson til Brims

Deila:

Gengið hefur verið frá ráðningu Kristjáns Þórarinssonar í starf fagstjóra fiskimála hjá Brimi hf.

Kristján er stofnvistfræðingur og hefur áratugareynslu á sviði sjávarútvegs og á alþjóðavettvangi fiskimála. Með ráðningu Kristjáns er verið að styrkja þekkingu Brims á þessu sviði. Kristján mun koma að margþættum verkefnum sem félagið vinnur að á hverjum tíma, þar á meðal að meta stöðu hafrannsókna einstakra fiskistofna.

„Það er ánægjulegt að fá Kristján í góðan hóp starfsmanna og ég býð hann velkominn til starfa. Kristján hefur starfað í sjávarútvegi síðastliðin þrjátíu ár og hefur mikla reynslu og þekkingu af samstarfi milli ólíkra aðila sem koma að umræðu bæði innanlands og erlendis um sjávarútvegsmál,” segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf.

 

 

Deila: