Kolmunnakvótinn ríflega kláraður

Deila:

Kolmunnaveiðum þessa árs er lokið. Heildafli er 183.530 tonn, sem er 8.973 tonn umfram útgefinn kvóta. Úthlutun heimilda var 150.409 tonn, ríkið seldi útgerðum 8.418 tonn í skiptum fyrir þorsk og 15.730 tonn voru flutt frá síðasta árs kvóta.

Nítján skip stunduðu veiðar á kolmunna á vertíðinni og níu þeirra lönduðu meiru en 10.000 tonnum samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu.  Það eru Aðalsteinn Jónsson SU með 17.515 tonn, Beitir NK með 16.813 tonn, Börkur NK með 15.990 tonn, Vilhelm Þorsteinsson EA með 15.215 tonn, Jón Kjartansson SU með 13.600 tonn, Svanur RE með 13.371 tonn,Venus NS með 12.943 tonn, Víkingur AK með 12.696 tonn og Bjarni Ólafsson AK með 10.407 tonn.

Deila: