Leggja til undanþágu frá löndunarskyldu í Færeyjum

Deila:

Sjávarútvegsráðherra Færeyja hefur lagt fram frumvarp til laga á breytingum á lögum um löndunarskyldu í Færeyjum. Frumvarpið felur í sér undanþágu frá löndunarskyldu á kolmunna. Gert er ráð fyrir að breytingin taki gildi nú þegar og standi til 14. júní næstkomandi.

Kolmunnaveiðar færeyskra skipa eru nú að færasat inn í lögsögu Færeyja og því er þess vænst að veiðiferðir skipanna verðir styttri en fyrr í vetur og með góðri veiði verði of mikill þrýstingur á vinnslu í landi, sem ekki muni hafa undan. Þá skapist þörf á því að skipin geti landað annars staðar svo fiskurinn haldi nægum gæðum til vinnslu.

Undanþágan felur í sér heimildir til ráðherrans til gera undanþágur frá kröfunni um löndunarskyldu, sem er hluti af nýjum lögum um stjórn fiskveiða.  Undanþágan getur tekið til einstakra fiskitegunda að öllu leyti eða hluta til eða til ákveðins tímabils.  Sem dæmi eru teknar þær aðstæður, þegar kolmunavertíð stendur sem hæst og löndunarbið myndast. Þá sé nauðsynlegt að veita undanþágu frá löndunarkröfunni.

Þá liggur fyrir að fallið verður frá kröfunni um sölu veidds fisk á fiskmarkaði.

 

Deila: