Breytingar á strandveiðum samþykktar á Alþingi

Deila:

Frumvarp atvinnuveganefndar um strandveiðar var samþykkt síðdegis í dag á Alþingi með 36 atkvæðum gegn tveimur. Átta greiddu ekki atkvæði samkvæmt frétt á ruv.is.

Samkvæmt frumvarpinu munu strandveiðar takmarkast við 12 veiðidaga fyrir hvern bát innan hvers mánaðar á veiðitímabilinu. Sú breyting hefur verið gerð með frumvarpinu að nú fær sjávarútvegsráðherra heimild til að stöðva strandveiðar þegar veiðiheimildin er fullnýtt en sú heimild hefur til þessa verið hjá Fiskistofu.

Einnig voru greidd atkvæði um nefndarálit með breytingartillögu og var það samþykkt með 36 atkvæðum gegn tíu. Í nefndarálitinu er meðal annars lagt til að hámarksaflamagn ufsa strandveiðitímabilið 2018 verði 700 tonn og að útgerð megi velja sér það svæði sem hún hefur stundað veiðar frá í tvö ár af undanförnum þremur árum óháð heimilisfesti í dag.

 

Deila: