Mikill stuðningur við hækkun auðlindagjalda

Deila:

Ríflega átta af hverjum tíu landsmönnum telja að auðlindagjöld í sjávarútvegi eigi að vera hærri en þau eru í dag. Helmingur telur að þau eigi að vera mun hærri.

Þetta kemur fram í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunnar, sem gerð var fyrir Auðlindina okkar – verkefni Matvælaráðuneytisins – og birt var á vef Stjórnarráðsins í gær.

Í könnuinni kemur fram að 56% landsmanna er frekar eða mjög ósátt við fiskveiðistjórnunarkerfið. Um 22% eru mjög sátt við það.

Í könnuninni var einnig spurt hvort fólk teldi íslenskan sjávarútveg skapa verðmæti fyrir fá eða flesta. Ef teknir eru frá þeir sem svara mitt á milli kemur í ljós að 681 svöruðu því til að íslenskur sjávarútvegur skapaði verðmæti fyrir fáa. 208 töldu það skapa verðmæti fyrir flesta.

 

Deila: