Hoffell með hlera frá Voninni

Deila:

Hoffell SU 80 frá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði hefur nú, eins og mörg önnur uppsjávarskip, tekið í notkun nýja gerð toghlera frá Voninni í Færeyjum. Ganga þeir undir nafninu Tornado.

Eins og nafnið gefur til kynnar skvera hlerarnir mjög vel og eru öflugir. Fyrir vikið gat skipið tekið 2,8 fermetra minni hlera en áður. Bergur Einarsson skipstjóri segir í samtali á heimasíðu Vonarinnar að þeir náði mjög góðri skverun borið saman við fyrri hlera sem voru 13,8 fermetrar. Tornado hlerarnir eru 11,2 fermetrar. Spurður hvort hvort hann það væri eitthvað við nýju hlerara sem hann væri ekki sáttur við, var svarið einfalt: „Nei“

Eins og sjá má af vídeóinu sem Birgir Rúnar Sæmundsson skipverju á Hoffelli tók, er einstaklega auðvelt að setja út hlerana og þeir byrja að skvera um leið og þeir koma í sjóinn. Einnig gengur mjög vel að hífa hlerana í gálga þegar trollið er híft.

Hoffell notar Vónin Pelagic 2016mtr Capto troll á kolmunnaveiðunum.

Hægt er að sjá video hér

 

Deila: