191 bátur fór yfir hámarkið

Deila:

Á svæðum B til D í júní fóru alls 191 strandveiðibátar framyfir 650 kg hámarkið í slægðum afla sem landa má í einni veiðiferð. Alls stunduðu 326 bátar strandveiðar á þessum svæðum í mánuðinum og því lentu um 59% þeirra í einhverjum umframafla sem er litlu hærra hlutfall en í maí.

Uppsafnaður umframafli mánaðarins var vissulega mjög misjafn eftir bátum eða frá einu kílói upp í 487 kíló.
Fiskistofa umframafli í júní 1

 

Sá bátur sem veiddi mestan umframafla á þessum svæðum var Mýrarfell SU-136 með 487 kg. Næstur kom Birta SU-36  með 474 kg  en báðir þessir bátar eru gerðir út á svæði C. Í töflunni hér að neðan má sjá þá tíu báta sem fóru mest framúr á hverju svæði fyrir sig í júní mánuði.

Fiskistofa umframafli í júní 2

 

Fiskistofa minnir á að andvirði alls umframafla á strandveiðum verður innheimt af útgerðunum og rennur til ríkisins í Verkefnasjóð sjávarútvegs. Umframaflinn dregst eftir sem áður frá leyfilegum heildarafla á strandveiðunum svo að minna verður til skiptanna. Það er því hagur allra strandveiðimanna að veiða ekki umfram heimildir. Alls nam umframafli strandveiðibáta á þessum svæðum í júní rúm 37 tonnum.

Deila: