Svipaður fiskafli við Færeyjar

Deila:

Landanir af fiski í Færeyjum á fyrsta fjórðungi ársins eru á svipið róli og á sama tímabili í fyrra. Landanir á þessum árstíma eru yfirleitt litlar, sérstaklega hin síðari ár og jafnvel í betri árum.

Mikilvægustu fiskitegundirnar eru þorskur, ýsa og ufsi og er afli þessara tegunda nokkurn veginn sá sami og í fyrra. Aðeins aukning er í ufsa, 1.000 tonn eða 16%. Samdráttur hefur orðið í veiðum annarra botnfisktegundum, eða um allt að 15%. Munar þar nokkru að minna hefur borist að landi af löngu, keilu og karfa
Landanir í Færeyjum á fyrsta ársfjórðungu 2018 1

Heildarafli í flatfiski hefur á þessu ári dregist saman um þriðjung. Síðustu sjö árin hefur aflast vel af grálúðu, en á fyrsta fjórðungi þess ára hefur aflinn fallið um helming miðað sama tíma í fyrra.

Þegar verðmæti landaðs afla er skoðað kemur í ljós að fiskverð hefur í flestum tilfellum verið hið sama og í fyrra. Þó sést að heldur lægra verð fæst fyrir ýsu nú, en ívið skárra verð er fyrir þorsk og ufsa. Samanlagt fiskverð á fyrsta fjórðungi nú var 5% minna en í fyrra sem nemur um 182 milljónum íslenskra króna. Hafa þarf í huga að veiðar á Flæmska hattinum og á Íslandsmiðum eru inni í þessum tölum en enginn uppsjávarfiskur og heldur ekki sjófrystur fiskur út Barentshafi.

Þegar fyrstu fjórðungar síðustu ára eru bornir saman sést að magnið er ekki mikið eins og sjá má af myndunum hér fyrir neðan.

Landanir í Færeyjum á fyrsta ársfjórðungu 2018 3 Landanir í Færeyjum á fyrsta ársfjórðungu 2018 2

Deila: