Jón Kjartansson í slipp í Færeyjum

Deila:

Síðustu daga hefur uppsjávarveiðiskipið Jón Kjartansson frá Eskifirði legið við bryggju í Þórshöfn í Færeyjum, en hann er svo að fara í slipp á Skála. Skipið var smíðað 2003 og er því að fara í 20 ára klössun hjá skipasmíðastöðinni Mest. Hluti vinnunnar er unninn í Þórshöfn og skipið síðan klárað á Skála.

Rætt er við vélstjórana Þorstein Snorrason og Gunnar Óla Ólafsson á færeysku fréttasíðunni fiskur.fo. Þeir segja að skipt verði um ljósavél og trollvindurnar teknar í gegn. Þeir eru ánægðir með vinnuna hjá Mest, þeir hafi báðir verið áður með skip í viðhaldsverkefnum í Færeyjum og eru því farnir að læra smávegis í færeysku. Þeir vonast til að lokið verði við vinnuna við skipið fyrir jól svo hægt verða að hefja veiðar í ársbyrjun 2023

Það sjávarútvegsfyrirtækið Eskja sem gerir Jón Kjartansson út, en skipið stundar veieðar á síld,, makríl, loðnu og kolmunna. 14 manns eru í áhöfninni og eru níu um borð hverju sinni.

Þorsteinn Snorrason og Gunnar Óli Ólafsson.

 

Deila: