Gáfu um 1.400 skammta af fiski og frönskum

Deila:

Það var mjög góð mæting á „fjörugan föstudag” í síðustu viku hjá Þorbirni hf, í Grindavík.  “Það fóru um 1400 skammtar af fiski og frönskum hjá okkur og hefur aldrei verið betra.  Það er Hugh Lipscombe og sonur hans James sem eiga veitingahúsakeðjuna The Chesterford Group, sem hafa staðið með okkur í að bjóða upp á fisk og franskar. Þeir reka rúmlega 40 veitingarstaði í Bretlandi undir nafninu Fish´n chickn og Churchill´s.  Með þeim komu tveir kokkar sem sáu um að steikja fiskinn og einn kokkur af Tómasi Þorvaldssyni GK.   Svo var það  Helgi Björns og Back stabbing Beatles sem sáu um fjörið,” segir Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar í samtali við Auðlindina.

Opið var hjá Þorbirni frá 16. Til 20.00 og var svo að segja stöðugur straumur fólks í fiskinn og aðrar veitigar. Fjörugur fösturdagur er orðinn fastur liður í Grindavík. En þá kynna ýmis fyrirtæki í bænum starfsemi sína og gefa mörg hver þeirra gestum einhverjar gjafir.

Röðin í fisk og franskar varð nokkuð löng um tíma og létu gestir sig hafa það að bíða bæði úti og inni eftir kræsingunum enda var það þess virði.

Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri HG í Hnífsdal var meðal gesta, en Einar og félagar eru eins og Þorbjörn í góðu sambandi við Hugh.
Á myndinni eru Gunnar, Hugh og Einar Valur.

Deila: