Færeyjar og Noregur semja um fiskveiðar

Deila:

Færeyjar og Norðmenn hafa gert með sér gagnkvæman samning um fiskveiðar. Þrátt fyrir að leyfilegur heildarafli þorsk og ýsu í Barentshafi, lækki töluvert á næsta ári, varð um það samkomulag að halda heimildum Færeyinga innan norskrar lögsögu í Barentshafi óbreyttum.

Samkvæmt samningnum frá Færeyingar að veiða 4.945 tonn af þorski, 1.100 tonn af ýsu, 500 af ufsa og 400 tonn af öðrum tegundum í lögsögu Noregs í Barentshafi á næsta ári. Þetta er sama magn og á þessu ári.

Heimildir Norðmanna innan lögsögu Færeyja verða einnig óbreyttar á næsta ári. Þeir fá að veiða 3.000 tonn af löngu og blálöngu, 1.500 tonn af keilu og 800 tonn af öðrum tegundum. Auk þess fá Norðmenn 6.600 tonn af makríl frá Færeyjum, sem er það sama og í ár.

Auk veiðiheilda frá Norðmönnum, fá Færeyingar leyfi til að taka hluta af þorskveiðiheimildum sínum frá Rússum innan norskra lögsögu. Þeir mega þannig flytja 6.250 tonn af kvóta þeirra í rússneskri lögsögu innan þeirra norsku. Það er aukning um 2.260 tonn frá því sem gilti fyrir þetta ár. Á móti fá Norðmenn að taka 50.000 tonn af kolmunna innan lögsögu Færeyja. Þessar heimildir eru 31.920 tonn.

Deila: