Fyrstu loðnunni landað

Deila:

Líkt og sagt var frá í gær hefur grænlenska uppsjávarskipið Polar Ammassak verið að loðnuveiðum fyrir norðausturlandi frá því fyrir helgi og kom skipið til löndunar í Neskaupstað um miðnætti. Löndun á þessum fyrsta loðnufarmi vertíðarinnar hófst snemma í morgun og fer aflinn, sem er um 2000 tonn, í mjöl og lýsi.
Í frétt á heimasíðu Síldarvinnslunnar segir að afli grænlenska skipsins hafi fengist í sex holum en síðasta holið var sínu stærst, 600 tonn. Polar Ammassak mun halda á ný á miðin að löndun lokinni en veiðisvæðið var 80 mílur norðaustur af Langanesi.

Deila: