Sendiherra í heimsókn í Sjávarklasanum

Deila:

Sendiherra Srí Lanka í Svíþjóð, Dharshana M. Perera, heimsótti Sjávarklasann á Grandagarði í Reykjavík á fimmtudag. Þór Sigfússon fræddi hann um starf Íslenska sjávarklasans og leiddi Perera til fundar við frumkvöðlafyrirtæki í klasanum.
„Perera var afar hrifinn af þeirri miklu vídd sem Íslenski sjávarklasinn spannar í bláa hagkerfinu sem og ánægður að sjá þær miklu framfarir sem frumkvöðlar okkar hafa stuðlað að,“ segir um heimsóknina í frétt Sjávarklasans.

Deila: