Opið fyrir umsóknir um byggðakvóta

Deila:

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa á yfirstandandi fiskveiðiári.

Úthluta skal aflamarki til fiskiskipa sem uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  1. Hafa leyfi til veiða í atvinnuskyni, sbr. 4. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, við lok umsóknarfrests.
  2. Eru skráð í viðkomandi byggðarlagi 1. júlí 2022.
  3. Eru í eigu eða leigu einstaklinga eða lögaðila með heimilisfang í viðkomandi byggðarlagi 1. júlí 2022. Miðað skal við lögheimili einstaklinga samkvæmt þjóðskrá og heimilisfang lög­aðila samkvæmt fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra.

Sótt er um byggðakvóta í gegn um umsóknagátt en til þess að opna hana þarf að nota kennitölu og íslykil útgerðarinnar. Staðfesting á samningi um vinnslu afla skal vera undirritaður og staðfestur af sveitarfélagi og honum skilað sem fylgiskjali í umsóknargátt á sama tíma og sótt er um.

Deila: