Met slegið í frystihúsi Ísfélagsins

Deila:

Alls voru 5.800 tonn af loðnu fryst í frystihúsi Ísfélagsins í Vestmannaeyjum á fimmtán dögum á yfirstandandi loðnuvertíð. Mesta magn sem fryst var á einum degi voru 500 tonn. Þetta kemur fram á Facebook-síðu félagsins. Þar segir að um met hafi verið að ræða en eldra met hafi hljóðað upp á 4.400 tonn.

Fram kemur að útgerðin hafi verið á fullum snúningi. Búið sé að veiða 24 þúsund tonn. „Öll fjögur uppsjávarskip félagsins hafa verið á veiðum og skiptast á að landa í Vestmannaeyjum og á Þórshöfn.“

Loðnuvertíðin er að sögn í sjötta gír og framundan sé hrognafrysting hjá félaginu.

Deila: