Loðnan skilaði 1.800 milljónum í veiðigjöld

Deila:

Nýyfirstaðin loðnuvertíð skilaði ríkissjóði 1.800 milljónum í veiðigjöld. Þetta kemur fram í aðsendri grein Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur í Viðskiptablaðinu. Þar segir að vertíðin hafi skilað um 40 milljörðum króna.

Heiðrún bendir á að veiðigjöldin ein og sér segi ekki alla söguna og nefnir að tekjuskattur starfsmanna, tryggingargjald og og önnur gjöld hlaupi á milljörðum. Þá megi ekki gleyma sköttum af hagnaði fyrirtækja. Hún áætlar að ríkið fái vel yfir 10 milljarða króna vegna vertíðarinnar.  „Það segir okkur vonandi eitthvað um mikilvægi verðmætasköpunar,” skrifar hún og telur upp lista yfir þau verkefni sem milljónirnar 1.800 geti staðið undir.

Deila: