Auðlindin okkar: Rýningu 60 tillagna lokið

Deila:

Samráðsnefnd Auðlindarinnar okkar hefur lokið við að rýna 60 bráðabirgðatillögur sem starfshópar verkefnisins, SamfélagAðgengi, Umgengni og Tækifæri skiluðu í janúar. Fram kemur á vef Stjórnarráðsins að nefndin hafi fundað þrisvar í febrúar og mars og tillögunum hafi verið skipt í þrjá flokka til að stuðla að sjálfbærum sjávarútvegi; Umhverfið í öndvegiHámörkun verðmæta og Sanngjörn dreifing.

  • Umhverfið í öndvegi tekur til rannsókna og nýsköpunar, verndarsvæða, veiðisvæða og veiðarfæra, umgengni um sjávarauðlindina og orkuskipta í sjávarútvegi
    Í því samhengi voru ræddar hafrannsóknir og mikilvægi eflingar þeirra. Einnig var rætt um orkuskipti, úrgangsmál, fjármögnun tillagna, verndarsvæði í hafi og nýtingu nýrra tegunda.

    • Hámörkun verðmæta tekur til kerfa fiskveiðistjórnunar, nýtingar gagna, markaðssetningar, sölu og orðspors og menntunar. Frá þeim útgangspunktum voru rædd veiði- og vinnsluskylda, strandveiði, byggðakvóti og línuívilnun. Að auki var rætt um áhrif sjávarútvegs á byggðaþróun, aukna verðmætasköpun og hagkvæmari nýtingu auðlindarinnar.

     Sanngjörn dreifing tekur til auðlindagjalda, gagnsæi sjávarútvegsfyrirtækja, starfsumhverfis í sjávarútvegi og löggjafar á sviði fiskveiðistjórnunar.

Fram kemur að með fyrrgreind atriði í huga hafi verið rædd áhrif veiðigjalda á mismunandi stærðir útgerða, frekari samþjöppun og áhrif hennar á sjávarbyggðir. Jafnframt voru fyrningarleið og útboð rædd ásamt áhrifum breytinga í sjávarútvegi fyrir þá sem starfa í greininni með tilliti til fyrirsjáanleika og atvinnuöryggis.

Bráðabirgðatillögurnar voru einnig kynntar í samráðsgátt stjórnvalda og bárust þangað tíu athugasemdir. Margar ábendingar og athugasemdir hafa einnig komið fram í umræðum samráðsnefndar og í gegnum netfang verkefnisins audlindinokkar@mar.is.

Á síðasta fundi samráðsnefndar verkefnisins sem haldinn var 17. apríl sl. kynntu þeir Daði Már Kristófersson prófessor og Gunnar Tryggvason verkfræðingur síðan úttektir sínar á reynslu af uppboðum í auðlindanýtingu. Jón Kristjánsson fiskifræðingur kynnti einnig fyrir nefndinni úttekt á árangri fiskveiðstjórnunar.

Loks segir að yfirstandandi sé vinna við að yfirfara þær ábendingar og þau gögn sem hafa borist og kunna að nýtast við nánari útfærslu tillagnanna.

Áætlað er að lokaniðurstöður nefndarinnar liggi fyrir í júní.

Deila: