Vestviking mokfiskar með veiðarfærum frá Vónin

Deila:

Færeyska uppsjávarveiðiskipið Vestviking hefur verið að gera það gott með nýtt troll og hlera frá færeysku veiðarfæragerðinni Vónin. Vestviking hefur undanfarið ár verið að nota 1620 metra hex flottroll við veiðar á kolmunna. „Þeir vildu fá stærra en léttara troll og ákváðu að taka 1782 metra Capto troll frá Vónin á þessari vertíð vegna þess hve gott orð hefur farið af því,“ segir í frétt frá Vónin.

Í fyrstu tveimur veiðiferðunum notuðu þeir 13 fermetra flottrollshlera við nýja trollið og niðurstaðan var sú að trollið var léttara í drætti og fiskaði virkilega vel. Í þriðju veiðiferðinni settu þeir svo nýja toghlera frá Vónin, Tornado, sem eru aðeins 10 fermetrar. Eftir tvær veiðiferðir með þessa hlera segja þeir að nýja trollið sé enn léttara í drætti og hlerarnir séu mun öflugu en þeir gömlu, þrátt fyrir að vera minni.

„Ég var að leita stóru og öflugu trolli, en með aðeins 3.260 hestafla aðalvél, getur verið erfitt að draga svo stórt troll. Lausnin var trollið og hlerarnir frá Vónin,“ segir skipstjórinn Karl Oskar Njåstad.
„Þessi búnaður hefur reynst miklu betri en við þorðum að vona. Trollið er ótrúlega létt að vinna með og létt í drætti. Það veiðist einstaklega vel í það og með opnun upp á 188 sinnum 105 metra náum við miklu magni af kolmunna á stuttum tíma.

Styrkleiki trollsins er ótvíræður því við höfum verið að taka upp í 700 tonna köst án þess nokkuð hafi slitnað í trollinu. Ég hef aldrei áður náð fjórum túrum á fjórum vikum sem sýnir án nokkurs efa að þessi búnaður fiskar mjög vel.“

 

Deila: