Nýtt samkomulag LS og Varðar
Landssamband smábátaeigenda og Vörður tryggingar undirrituðu nýverið samkomulag um sérstök kjör á tryggingum til félagsmanna í LS. Hér er um endurnýjun á fyrri samningi sem orðinn var barn síns tíma.
„Nýi samningurinn tryggir smábátaeigendum góð kjör á öllum sínum tryggingum. Ná þær jafnt til útgerðarinnar og þess sem viðkomandi félagsmaður kýs að tryggja. Félagsmönnum býðst að greiða iðgjöld tengd útgerðinni í gegnum greiðslumiðlun LS eins og góð reynsla hefur verið á undanfarna áratugi,“ segir í frétt á heimasíðu LS.
Myndin er tekin þegar formaður LS Axel Helgason og Valtýr Guðmundsson framkvæmdastjóri Varðar undirrituðu samkomlagið. Að baki þeim standa Sigmundur Einar Másson og Örn Pálsson