Sveitarfélög skora á ráðherra að jafna leikinn

Deila:
Sveitarfélögin Múlaþing, Langanesbyggð og Norðurþing hafa sent frá sér áskorun um strandveiðar. Í áskoruninni skora þau á matvælaráðherra og Alþingi að jafna afkomumöguleika strandveiðisjómanna óháð búsetu. Það verði gert með lögfestingu ákveðins veiðidagafjölda án stöðvunar veiða þegar heildarpotti er náð.
Áskorunina í heild má lesa hér:
„Neðangreind sveitarfélög skora á matvælaráðherra og Alþingi að jafna afkomumöguleika strandveiðisjómanna óháð búsetu, með lögfestingu ákveðins veiðidagafjölda án stöðvunar veiða þegar heildarpotti er náð. Þar til því takmarki er náð krefjumst við að núverandi strandveiðipotti verði skipt á veiðisvæði í rétt hlutfalli við útgefin strandveiðileyfi á viðkomandi svæði. Nú þegar strandveiðitímabilið er nýhafið eru fjölmargir strandveiðibátar að flytja sig af C-svæði til annarra svæða þar sem betur veiðist snemmsumars. T.d. eru fimm bátar farnir nú þegar frá Raufarhöfn yfir á önnur svæði og má öllum vera ljost að brothættar byggðir norðan og austan lands mega ekki við fleiri áföllum og núverandi fyrirkomulag strandveiða er sjálvarþorpum á þessu svæði mjög óhagstætt og brýnna aðgerða er þörf.“
Undir þetta skrifa sveitarstjórar Múlaþings, Langanesbyggðar og Norðurþings.
Deila: