Ríkið fjármagnar helming næstu fimm björgunarskipa

Deila:

Á landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar rituðu dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson og Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, undir samkomlag um aðkomu ríkisins að fjármögnun fimm nýrra björgunarskipa. Frá þessu er greint á Facebooksíðu Landsbjargar.

Þar segir að þegar hafi verið samið smíði þriggja nýrra skipa, tvö verið afhent, og von á því þriðja í haust.

„Þessi samningur er afar mikilvægur því verkefni að endurnýja öll 13 björgunarskip félagsins. Samingurinn tryggir fjármögnun ríkisins á um helming kaupverðs næstu fimm skipa.”

Fram kemur á vef Fiskifrétta að ríkið fjármagni um helming kaupverðs næstu fimm skipa.

Deila: