Samstöðufundur strandveiðimanna á Patreksfirði

Deila:
Af tilefni frumsýningar SKULDAR á kvikmyndahátíðinni Skjaldborg var efnt til samstöðufundar meðal strandveiðisjómanna, að því er fram kemur á vef Landssambands smábátaeigenda. Fram kemur að fundurinn hafi verið vel sóttur. Gestir fundarins voru forystumenn Landssambands smábátaeigenda og Strandveiðifélags Íslands.

Fram kemur að málefni strandveiða hafi verið krufin í þaula.

Í lok fundar var eftirfarandi samþykkt:
Samstöðufundur strandveiðisjómanna haldinn á Patreksfirði 27. maí 2023 lýsir yfir þakklæti sínu til þjóðarinnar fyrir þann stuðning sem hún hefur sýnt strandveiðum og fram kom í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands.  Atvinnugrein þar sem þrír fjórðu hlutar þjóðarinnar vilja að verði efld, á ekkert annað skilið en viðunandi starfsskilyrði.  
Fundurinn skorar á hæstvirtan matvælaráðherra, Atvinnuveganefnd Alþingis og þingheim allan að tryggja strandveiðar á yfirstandandi sumri þannig að jafnmargir veiðidagar verði í öllum landshlutum.  
 
Samstaða er meðal strandveiðisjómanna að gefa eftir 4 veiðidaga á yfirstandandi vertíð gegn því að tryggðar verði veiðar í 11 daga í hverjum mánuði;  maí – ágúst.“
Deila: