Þétt skemmtidagskrá við Reykjavíkurhöfn

Deila:

Þétt hátíðar- og skemmtidagskrá verður á sjómannadaginn við Reykjavíkurhöfn en að hátíðarhöldunum standa Brim og Faxaflóahafnir í samstarfi við Sjómannadagsráð. Mikil áhersla er lögð á afþreyingu, fróðleik og skemmtun fyrir alla aldurshópa en aðal dagskráin stendur kl. 13-16.
Tvö svið verða á hafnarsvæðinu, annars vegar stóra sviðið við Brim og hins vegar litla sviðið á Grandagarði.

Dagskrá á tveimur sviðum
Á stóra sviðinu verður Jón Jónsson kynnir og skemmtir gestum en þar koma einnig fram Gugusar, BMX brós, Daniil og GDRN auk þess sem harmonikkurnar verða þandar í sjómannalögunum.
Á litla sviðinu munu Begga og Mikki kynna dagskrána og skemmta en auk þeirra koma fram Tónafljóð, Lalli töframaður, Jón Arnór og Baldur og loks verður koddaslagur og sýnd björgun úr sjó.

Afþreying, fiskisúpa og furðufiskar
Þessu öllu til viðbótar verður fjölmargt annað í boði á svæðinu og raunar víðar um borgina. Minningarathöfn verður í Fossvogskirkjugarði kl. 10 og reglulegar siglingar í boði á varðskipinu Freyju milli kl 11 og 16. Farið verður í skrúðgöngu frá Hörpu kl. 12:30, sjómenn verða heiðraðir við Hörpu kl. 14, andlitsmálun verður í boði, bryggjusprell, furðufiskasýning, föndur í Svaninum hjá Brim, Sæbjörgin, skip slysavarnaskóla sjómanna verður til sýnis, myndlistarsýning verður í Víkinni sjóminjasafni, boðið upp á frisbígolf og fiskisúpa verður einnig í boði á svæðinu.

Það ætti því engum að leiðast við Reykjavíkurhöfn á sjómannadaginn.

Deila: