FFSÍ vill endurskoðun á heimildum Norðmanna til loðnuveiða hér

Deila:

Á fundi stjórnar FFSÍ s.l. föstudag var samþykkt að skora á stjórnvöld að taka nú þegar upp viðræður við norsk yfirvöld um breytingar á ákvæðum samnings landanna um hlutdeild norðmanna varðandi heimildir norskra skipa til loðnuveiða á Íslandsmiðum.

Frá því að samningurinn var gerður hafa allar aðstæður  gjörbreyst og við blasir að tímabært er að endurskoða forsendur samnings sem gerður var þegar ástand loðnustofnsins var gott og veidd voru mörg hundruð þúsund tonn. Ísland fær nú einungis 20 % í sinn hlut af þeim 57 þúsund tonnum sem  úthlutað er í ár sem við blasir að er engan veginn ásættanlegt.

 

Deila: