Vilja helmings stækkun fiskeldis í Arnarfirði

Deila:

Arnarlax hefur óskað eftir að stækka sjókvíaeldið sitt í Arnarfirði um helming, eða úr um það bil tíu þúsund tonnum upp í allt að sextán þúsund tonn. Íslenski náttúruverndarsjóðurinn leggst gegn þessum áformum. RÚV greinir frá þessu.

Í fréttinni segir að Arnarlax vilji stækka laxeldið úr 10 þúsund tonnum í 16 þúsund tonn, eða um 60%. Fram kemur að Íslenski náttúruverndarsjóðurinn leggist gegn þessum áformum og að ítrekað hafi þurft að eitra fyrir laxalús hjá fyrirtækinu. „Það er vegna þess að fjöldi lúsa á löxunum er orðinn það mikill að það er nauðsynlegt að ná henni út, vegna þess að lúsin er mjög fljót að fjölga sér og getur vaxið gríðarlega hratt í fjölda,“ er haft eftir Karli Steinari Óskarssyni, deildarstjóra fiskeldis hjá MAST.

Fram kemur í umsögn sjóðsins að sautján sinnum hafi þurft að eitra fyrir laxalús með skordýraeitri eða lyfjafóðri á tímabilinu frá 2017 til 2023. Síðast hafi þurft að eitra í maí. Fram kemur að samkvæmt talningu Arnarlax séu að meðaltali 4,4 lýs á hverjum laxi, en viðmiðið sem þeir setja sér er 0,1 lús. Fjöldi lúsa var því 44 sinnum yfir mörkum.

Nánar hér.

Deila: