Birta lista yfir umframaflakónga á strandveiðum

Deila:

Ný síða um sérveiðar er nú komin í birtingu á gagnasíðum Fiskistofu. Þetta kemur fram í frétt á vef stofnunarinnar.

Á sérveiðasíðunni eru upplýsingar um strandveiðar, byggðakvóta, grásleppuréttindi og línuívilnun sem voru áður á gagnasíðum. Eftir sem áður er hægt að nota gagnasíðurnar til að skoða landanir og afla á sérveiðum eftir því sem við á.

Eins og með aðrar síður á nýjum vef Fiskistofu þá setur Fiskistofa fyrirvara um villur sem þar geta leynst og óskar eftir að ábendingar um villur eða það sem betur má fara séu sendar á fiskistofa@fiskistofa.is.

Á síðunni er meðal annars að finna lista um þá strandveiðibáta sem hafa landað mestum umframafla.
Top 20 í umframafla (þíg)
Nafn – umframafli
  • Guðrún GK – 903
  • Maren SH – 701
  • Arnar ÁR – 684
  • Dögg SF – 767
  • Auðna BA – 640
  • Snjólfur SF – 613
  • Gjóla BA – 569
  • Alda María BA – 569
  • Grímur AK – 549
  • Haukafell SF – 521
  • Valdimar SH – 509
  • Benni SF – 506
  • Snorri GK – 497
  • Snúlli SH – 494
  • Siggi á Bakka – 492
  • Lilja ÞH – 490
  • Halla Sæm – 486
  • Jói í Seli GK – 467
  • Hanna SH – 454
  • Logi ÍS – 450
Deila: