Útlit fyrir að strandveiðum ljúki um mánaðamótin

Deila:

Rétt um 60% strandveiðipottsins hefur verið veiddur, þegar enn lifa tvær vikur júnímánaðar. Frábær veiði var á miðunum í vikunni, enda blíða um allt land. Fyrrihluta júnímánaðar hafa rétt tæplega 3000 tonn af þorski komið á land. Ef síðari hluti júnímánaðar verður eins klárast potturinn um mánaðamótin. Ef engar viðbætur fást verður vertíðin búin þegar hún ætti að vera hálfnuð.

Bátar á veiðum eru orðnir 743 og hafa aldrei verið fleiri. Þar af eru 342 á A-svæði eða 46

Sandgerði er besta löndunarhöfnin, það sem af er vertíðinni en þar hefur mikill ufsi vegið upp meðaltalið. Þar hafa 675 tonn komið á land. Hér fyrir neðan má sjá þær 20 löndunarhafnir þar sem meðalveiði á hverja löndun er mest.

Hornafjörður 1181
Þorlákshöfn 979
Grindavík 934
Arnarstapi 911
Sandgerði 843
Ólafsvík 826
Rif 813
Djúpivogur 813
Tálknafjörður 781
Grundarfjörður 775
Patreksfjörður 770
Bíldudalur 766
Norðurfjörður 758
Breiðdalsvík 751
Drangsnes 749
Vestmannaeyjar 741
Akranes 734
Suðureyri 728
Stykkishólmur 728
Brjánslækur 722
Deila: