Sex bátar með yfir tonn í umframafla

Deila:
Sandgerði smábátar

Sex strandveiðibátar hafa landað meira en heilu tonni af umframafla það sem af er strandveiðivertíðinni, í þorskígildum talið. Fiskistofa birtir á vef sínum lista yfir þá 20 báta sem mestum umframafla hafa landað. Arnar ÁR er sá bátur sem mestum umframafla hefur landað, en hann er gerður út frá Sandgerði.

Eftir því sem Auðlindin kemst næst er þessi umframafli dreginn af heildarpottinum en útgerðirnar greiða sekt sem nemur meðalverði á mörkuðum þann daginn, fyrir umframaflann. Sjómennirnir, sem með athæfi sínu skerða sameiginlegan strandveiðipottinn, hafa því lítið upp úr krafsinu, nema því sem munar á meðalverði dagsins og því verði sem menn fá á markaði þann daginn.

Hér eru bátarnir sem eru hæstir í umframafla.

Skip Umframafli
Arnar ÁR 55 (2794) 1,138
Maren SH 555 (2830) 1,098
Snjólfur SF 65 (7400) 1,084
Dögg SF 18 (2402) 1,064
Guðrún GK 90 (2398) 1,019
Guðrún Petrína HU 107 (2256) 1,014
Deila: