Lögfræðiálit segir ráðherra hafa brotið lög

Deila:

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra braut lög þegar hún bannaði tímabundið hvalveiðar. Þetta kemur fram í lögfræðiáliti LEX lögmannsstofu, sem unnið var að beiðni SFS. Bannið hafi ekki verið reist á nægjanlega traustum lagagrundvelli.

Hinn 21. júní sl. leituðu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) eftir lögfræðilegu áliti frá LEX lögmannsstofu á lögmæti ákvörðunar matvælaráðherra þess efnis að stöðva tímabundið veiðar á langreyðum. Niðurstaðan er skýr: „Í minnisblaði þessu hefur með rökstuddum hætti verið komist að þeirri niðurstöðu að sú ákvörðun ráðherra að banna tímabundið veiðar á langreyðum við Ísland árið 2023 hafi farið í bága við lög og ekki verið reist á nægjanlega traustum lagagrundvelli.“

Álitið í heild má lesa hér.

Deila: