Sjávarsafnið í Lissabon kynnt á málstofu Hafró

Deila:

Nuno Vasco Rodrigues flutur í dag erindi á málstofu Hafrannsóknastofnunar. Hann starfar við Sjávarsafnið í Lissabon (Oceanário de Lisboa) þar sem hann hefur umsjón með safngripum, köfunarvinnu og verkefnum sem snúa að umhverfisvernd, auk þess að vera vísindamaður við MARE IPLeira stofnunina.

Í erindinu mun hann fjalla um Sjávarsafnið og sýn þess í verndun hafsins og styrki sem safnið hefur veitt í ýmis verndunarverkefni frá árinu 2007. Með fjárframlögum hefur safnið komið af stað nýjum verkefnum og skapað öflugt samstarf við fjölbreyttar rannsóknarstofnanir. Stiklað verður á stóru í sögu safnsins, framtíðarsýn og sagt frá aðkomu safnsins að verndun sjávarskjaldbaka São Tomé í Afríku.

Málstofan verður haldin í fyrirlestrarsal á 1. hæð Skúlagötu 4 og verður jafnframt streymt á YouTube rás stofnunarinnar.

 

Erindið verður flutt á ensku og hefst kl. 12:20. Öll velkomin.

 

Deila: