Lokuðu í hálfan annan mánuð vegna mannlegra mistaka

Deila:

Eskja hóf í gær vinnslu á nýjan leik en engin starfsemi hefur verið hjá félaginu síðan um miðjan maí. Þetta kemur fram á Facebook-síðu félagsins.Eskja starfrækir fimm skip, fiskimjölsverksmiðju og eina háþróuðustu og skilvirkustu uppsjávarvinnslu sem fyrirfinnst í Norður-Atlantshafi, að því er segir á heimasíðu félagsins.

Fram kemur að félagið hafi orðið vart við grútarmengun í höfninni á Eskifirði, mengun sem borist hafi út með firðinum. Viðbragðsáætlun félagsins hafi í kjölfarið verið virkjuð, viðeigandi eftirlitsstofnunum hafi verið gert viðvart og hreinsun skipulögð.

„Nú er unnið að hreinsun sem gengur vel en ástæða mengunarinnar má rekja til mannlegra mistaka sem varð við vinnslu í maí síðastliðnum.
Eftir hreinsun eru umhverfisáhrif óveruleg en um er að ræða lífrænan úrgang sem inniheldur fitubrák sem skapar sjónmengun og getur haft áhrif á fuglalíf,” segir í færslunni.
Deila: