Lítið af þorski, mikið af ýsu

Deila:

 Lítið fannst af þorski en mikið af ýsu í árlegum leiðangri á togslóðinni á landgrunni Færeyja. Leiðangurinn var farinn á rannsóknaskipinu Jákup Sverre og voru tekin 100 hol, sem hvert um sig varði í fjóra tíma. Skráðar voru 55 lífverur, þar af voru 40 fiskitegundir.

Eins og áður verð vart við mikið af ýsu. Mælingar á þorski sýndu að stofninn er undir meðaltali og hefur hann verið á niðurleið síðan 2018.  Ufsastofninn er einnig undir meðaltali. Lítið var að sjá af sandsíli, bæði í trollinu og í fiskmögum.

Deila: