Skipstjórar fá ekki miskabætur

Deila:

Dæmt var í máli tveggja skipstjóra hvalveiðibáta í Héraðsdómi Suðurlands í síðustu viku. Mennirnir vildu fá dæmdar miskabætur frá Matvælastofnun og Fiskistofu vegna stjórnsýslueftirlits stofnananna við hvalveiðar. Þeim varð hins vegar ekki kápan úr því klæðinu. Þeir höfðu farið fram á tvær milljónir króna hvor.

Skipstjórarnir sögðust hafa orðið fyrir miska vegna eftirlits með hvalveiðum síðastliðið haust. Þeir hafi til að mynda þurft að sæta viðvarandi myndbandsupptökum. Þeir töldu eft­ir­litið án full­nægj­andi laga­stoðar. Jafn­framt bryti það gegn per­sónu­vernd­ar­lög­gjöf.

Í dómunum kemur fram að vera eftirlitsmanna hafi ekki hverið umfram heimildir eða tilefni. Málshefjendur hefðu auk þess ekki sýnt fram á hvernig eftirlitið hefði gengið gegn meðalhófi.

„Þvert á móti þykja stefndu hafa rennt stoðum und­ir að viðver­an og eft­ir­litið hafi ekki verið um­fram til­efnið og ekki hafi verið brotið gegn meðal­hófs­reglu. Þá get­ur hér ekki skipt máli að í leyfi Hvals hf. og lög­um og regl­um um hval­veiðar komi fram að Hval­ur hf. og starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins sæti til­teknu eft­ir­liti, en það eft­ir­lit lýt­ur að öðrum þátt­um en dýra­vel­ferð. Verður þannig hvorki fall­ist á að það eft­ir­lit sem mælt er fyr­ir um í reglu­gerð nr. 917/​2022 gangi gegn meðal­hófs­reglu, né held­ur eft­ir­litið sem fram­kvæmt var á grund­velli reglu­gerðar­inn­ar,“ að því er fram kemur í dómnum.

Deila: