Bátasmiðjan Seigla brennur

Deila:

Slökkvistarf við Goðanes á Akureyri er langt komið, að sögn lögreglu nyrðra. Slökkvilið bæjarins hefur í alla nótt barist við eld í 2.000 fermetra iðnaðarhúsnæði þar sem Bátasmiðjan Seigur hefur verið með starfsemi sína. Vinnuvél með svokallaðri krabbakló er komin á staðinn til að opna slökkviliði leið að því sem eftir er af eldi. Götur í kring eru enn lokaðar og almenn umferð þar óheimil.

Tilkynning barst um eldinn klukkan 00.40 og Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri sagði við fréttastofu í nótt að ljóst væri að slökkvistarf mundi standa alla nóttina og eitthvað fram á morgun. „Húsið mun brenna til kaldra kola. Það er engu að bjarga þar,“ sagði Ólafur í samtali við ruv.is.

 

Deila: